Umsóknir um Landsmót 2020 og 2022

Í byrjun hausts var auglýst eftir umsóknum um að halda Landsmótin 2020 og 2022. Alls bárust fimm umsóknir um mótið 2020 og fjórar um mótið 2022.

 Þau félög sem sóttu um landsmótið 2020 eru Rangárbakkar, Gullhylur, Hestamannafélagið Sprettur, Hestamannafélagið Funi og Hestamannafélagið Léttir. Um landsmótið 2022 sóttu Gullhylur, Hestamannafélagið Léttir, Hestamannafélagið Sprettur og Hestamannafélagið Fákur.

 Stjórn Landssambands hestamannafélaga þakkar áðurnefndum aðilum umsóknirnar. Á næstu mánuðum verður unnið úr þeim. Að lokinni þeirri vinnu verða teknar ákvarðanir um hvar landsmótin 2020 og 2022 verða haldin.

 Stjórn Landssambands hestamannafélaga