Umsóknir um að halda Íslandsmótin 2023

15. september 2022
Fréttir
Árni Björn Pálsson og Ljúfur frá Torfunesi, Íslandsemeistarar í tölti

Stjórn LH óskar eftir umsóknum um að halda Íslandsmót fullorðinna og ungmenna og Íslandsmót barna og unglinga 2023.

Skv. reglugerð um Íslandsmót skal halda Íslandsmót fullorðinna og ungmenna annars vegar og barna og unglinga hins vegar í sitt hvoru lagi og skulu umsóknir berast fyrir 1. október. Keppnisnefnd tekur umsóknir til umfjöllunar og leggur til við stjórn hvar Íslandsmót skuli haldið.

Dagsetning Íslandsmóta er ákveðin með hliðsjón af landsmóti og heimsmeistaramótum hverju sinni og á heimsmeistaramótsári skal halda Íslandsmót fullorðinna og ungmenna fyrstu helgina í júlí, eða dagana 29. júní til 2. júlí 2023. Íslandsmót barna er haldið þegar mótshöldurum og stjórn LH þykir henta best hverju sinni.

Umsóknir berist til skrifstofu LH lh@lhhestar.is eigi síðar en 30. september 2022