Umsóknarfrestur á Youth Camp lengdur til 14. apríl.

21. mars
Fréttir
Þáttakendur í Youth Camp á Íslandi 2019. Mynd: Helga B. Helgadóttir

Umsóknarfrestur að fara fyrir Íslands hönd á Youth Camp hefur verið lengdur til 14. apríl. 

Námsbúðirnar verða haldnar dagana 14-19. júlí í Ypåjå í Finnlandi. 

FEIF Youth Camp eru námsbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu. Markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir hestamenningu annara þjóða, auka skilning á menningarlegum mun okkar að nálgast hestinn og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. 

Það sem verður meðal annars á dagskrá er:

  • Reiðtúrar á íslenskum hestum í fallegu landslagi, hádegisverður við varðeld
  • Sýnikennsla og fyrirlestur um flugskeið
  • Kynningarferð um Hestaháskóla Ypåjå 
  • Kynning á finnska hestinum og finnskri hestamenningu
  • Vinnustofur: Leðurvinna, járningar
  • Kynnast nýjum krökkum og eignast nýja vini
  • Farið er í sauna og synt í finnskum vötnum
  • Og margt fleira!

Í ferðinni er töluð enska og er þetta því frábært tækifæri til að æfa og efla enskuna betur.

Við hvetjum alla sem hafa tök á að sækja um því um er að ræða mikið ævintýri og er þetta dýrmæt reynsla í minningarbankann. 

Kostnaður við búðirnar er 660 evrur (ca. 101.000 eins og gengið er í dag), en inní því er fæði, allar ferðir og afþreying.  Flug til Finnlands, vasapeningur og annað er ekki innifalið.

Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið lh@lhhestar.is.