U-21 landsliðshópur 2024

04. desember 2023

Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari U-21 landsliðsins í hestaíþróttum hefur nú valið fyrsta úrtak í landsliðshóp sinn fyrir starfsárið 2024.

Framundan eru heilmikil verkefni hjá hópnum en landsliðshópurinn starfar yfir allt árið. Hápunktur komandi árs er þátttaka á Norðurlandamótinu í Herning í Danmörku 8-11 ágúst næstkomandi og lokahópur Íslands á mótið verður kynntur í sumar.

Það er óhætt að segja að hópurinn sé ótrúlega vel skipaður og sterkir knapar að koma inn úr ungligaflokki þar sem samkeppnin hefur verið fyrnasterk undanfarin ár ásamt eldri og reyndari knöpum og ríkjandi heimsmeisturum frá því í Hollandi 2023.

Hópurinn er skipaður eftirfarandi knöpum:

 

Benedikt Ólafsson

Hestamannafélagið Hörður

Dagur Sigurðarson

Hestamannafélagið Geysir

Elva Rún Jónsdóttir

Hestamannafélagið Sprettur

Fanndís Helgadóttir

Hestamannafélagið Sörli

Guðmar Hólm Ísólfsson

Hestamannafélagið Þytur

Guðný Dís Jónsdóttir

Hestamannafélagið Sprettur

Hekla Rán Hannesdóttir

Hestamannafélagið Sprettur

Herdís Björg Jóhannsdóttir

Hestamannafélagið Sprettur

Hulda María Sveinbjörnsdóttir

Hestamannafélagið Sprettur

Jón Ársæll Bergmann

Hestamannafélagið Geysir

Matthías Sigurðsson

Hestamannafélagið Fákur

Ragnar Snær Viðarsson

Hestamannafélagið Fákur

Signý Sól Snorradóttir

Hestamannafélagið Máni

Sigurður Baldur Ríkharðsson

Hestamannaféglaið Sprettur

Svandís Aitken Sævarsdóttir

Hestamannafélagið Sleipnir

Unnsteinn Reynisson

Hestamannafélagið Sleipnir

Védís Huld Sigurðardóttir

Hestamannafélagið Sleipnir

Þórgunnur Þórarinsdóttir

Hestamannafélagið Skagfirðingur

 

Landssamband Hestamannafélaga óskar þessum knöpum innilega til hamingju með sæti sín í U21-landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum og horfir með eftirvæntingu fram á spennandi tímabil.