Tvö íslensk ungmenni í a-úrslitum í T1

05. ágúst 2010
Fréttir
Þau Skúli Þór Jóhannsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir stóðu sig vel í dag í keppni ungmenna í tölti T1 á NM2010. Skúli Þór hafnaði í 4.sæti eftir forkeppni með einkunnina 6,87 á hestinum Þór frá Ketu. Þau Skúli Þór Jóhannsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir stóðu sig vel í dag í keppni ungmenna í tölti T1 á NM2010. Skúli Þór hafnaði í 4.sæti eftir forkeppni með einkunnina 6,87 á hestinum Þór frá Ketu. Hanna Rún hafnaði í 5.sæti eftir forkeppni með einkunnina 6,70 á hryssunni Lisu frá Jakobsgarden. Það er því ljóst að tvö íslensk ungmenni keppa til úrslita í tölti T1 á sunnudaginn.

Efst í keppni ungmenna í tölti T1 er hin norska Oda Ugland á Hárek frá Vindási en þau eru einnig efst í fjórgangi ungmenna.