Tveir í framboði til formanns í Gusti

Tveir gefa kost á sér til formanns í Gusti á aðalfundi félagsins annað kvöld, fimmtudaginn 27. nóvember. Það eru þau Hermann Vilmundarson, varaformaður, og Kristín Njálsdóttir, sem á sæti í varastjórn.Tveir gefa kost á sér til formanns í Gusti á aðalfundi félagsins annað kvöld, fimmtudaginn 27. nóvember. Það eru þau Hermann Vilmundarson, varaformaður, og Kristín Njálsdóttir, sem á sæti í varastjórn.Tveir gefa kost á sér til formanns í Gusti á aðalfundi félagsins annað kvöld, fimmtudaginn 27. nóvember. Það eru þau Hermann Vilmundarson, varaformaður, og Kristín Njálsdóttir, sem á sæti í varastjórn.

Óhætt er að segja að aðstæður í Gusti séu óvenjulegar. Segja má að hesthúsahverfi þeirra hafi verið selt á uppboði fyrir  þremur árum. Það kostaði mikil átök. Kópavogsbær keypti síðan eignir Gusts og félagið fékk nýtt svæði undir nýtt hverfi. Þegar loks var hægt að úhluta lóðum fyrir hesthús skall kreppan á og nú er óvíst hve hratt nýtt hverfi byggist upp. Margir halda að sér höndum. Gustarar fá þó að vera áfram í hesthúsunum í Glaðheimum, alla vega í vetur.

Hermann hefur verið félagi í Gusti í tuttugu ár og varaformaður í eitt ár. Hann hefur verið mjög virkur í nefndum fyrir félagið og oftar en ekki verið þungamiðja í undirbúningi móta. Hermann segir að sé áhuginn og félagsskapurinn sem hvetji hann til að gefa kost á sér.
„Ég er búinn að taka virkan þátt í félagsstarfinu allan þann tíma sem ég hef verið í Gusti. Og ég hef haft mjög gaman að því. Átök undanfarinna ára hafa reynt nokkuð á félagana og ekki síst á stjórnina. Nú er þarf að þjappa fólki saman á ný og gera félagið að gamla góða Gusti aftur,“ segir Hermann.

Kristín hefur verið félagi í Gusti síðastliðin tíu til fimmtán ár og setið í varastjórn í þrjú ár. Hún gefur kost á sér til formanns og vill láta gott af sér leiða.
„Bjarnleifur hefur ákveðið að hætta og einhver þarf að koma í  hans stað. Ég hef verið virk í stjórninni þau ár sem ég hef setið í varastjórn, mætt á alla stjórnarfundi. Við höfum verið að fást við óvenjuleg viðgangsefni eins og allir vita og sér ekki fyrir endann á þeim. En félagsandinn í Gusti hefur alltaf verið góður og það er í raun ótrúlegt hvað hann hefur haldið í gegnum þennan storm. Ég tel mig vita út á hvað starfið gengur og ég geti látið gott af mér leiða,“ segir Kristín.