Tunguréttir í Svarfaðardal

Laugardaginn 3.október verða haldnar stóðréttir á Tungurétt í Svarfaðardal. Réttarstörf hefjast kl 13:00 en stóðið verður rekið frá Stekkjarhúsi milli kl 10:00 og 11:00. Búast má við um 100 hrossum og án efa þónokkuð af efnilegum framtíðar gæðingum. Laugardaginn 3.október verða haldnar stóðréttir á Tungurétt í Svarfaðardal. Réttarstörf hefjast kl 13:00 en stóðið verður rekið frá Stekkjarhúsi milli kl 10:00 og 11:00. Búast má við um 100 hrossum og án efa þónokkuð af efnilegum framtíðar gæðingum. Kaffisala verður í boði á staðnum.
Einhverra hluta vegna hefur verið sá misskilningur um að réttarstörf hefjist kl 10:00 farið í loftið og leiðréttist það hér með.

Kl. 23:00 á laugardagskvöldið verður svo slegið upp stóðréttarballi á Rimum í Svarfaðardal (Húsabakka), þar sem Stulli og Dúi sjá um að halda fjörinu uppi.
Aldurstakmark er 16 ára. Aðgangseyrir kr. 2000.