Tommamótið 2011

31. ágúst 2011
Fréttir
Sigurður Sigurðarson og Drífa frá Hafsteinsstöðum.
Skeiðfélagið stendur fyrir skeiðleikum og opnu íþróttamóti sem haldið verður  á Brávöllum á Selfossi dagana 10. og 11. september n.k. Skeiðfélagið stendur fyrir skeiðleikum og opnu íþróttamóti sem haldið verður  á Brávöllum á Selfossi dagana 10. og 11. september n.k.

Mótið er haldið til minningar um Tómas Ragnarsson sem lést fyrir aldur fram þann 16. júlí 2010.

Keppt  verður í  eftirfarandi greinum ef næg þáttaka fæst:

  • 100 m skeið
  • 150 m skeið
  • 250 m skeið
  • Tölt T1 opinn flokkur
  • Fjórgangur opinn flokkur
  • Fimmgangur opinn flokkur

Vegleg verðlaun í boði í öllum flokkum m.a 100.000 kr. peningaverðlaun ef slegið verður nýtt heimsmet í 100 m skeiði. Núgildandi heimsmet í greininni á Sigurður Sigurðarson á Drífu frá Hafsteinsstöðum  á tímanum 7,18 sek sem sett var á Brávöllum  4. júlí 2007. 

Skráning fer fram dagana 5. og 6. september n.k. og verður nánar auglýst síðar.