Tölvunefnd vill eitt skráningarkerfi

01. september 2008
Fréttir
Glæsilegir fulltrúar hestamanna á LM2008. Ljósm:JE
Tölvunefnd LH leggur til að FELIX, félagaskráningarkerfi ÍSÍ, verði eina löglega félagaskráningarkerfið innan Landssambands hestamannafélaga. Tillaga þess efnis frá nefndinni liggur fyrir 56. Landsþingi LH.Tölvunefnd LH leggur til að FELIX, félagaskráningarkerfi ÍSÍ, verði eina löglega félagaskráningarkerfið innan Landssambands hestamannafélaga. Tillaga þess efnis frá nefndinni liggur fyrir 56. Landsþingi LH.Tölvunefnd LH leggur til að FELIX, félagaskráningarkerfi ÍSÍ, verði eina löglega félagaskráningarkerfið innan Landssambands hestamannafélaga. Tillaga þess efnis frá nefndinni liggur fyrir 56. Landsþingi LH.

Flestöll hestamannafélögin innan LH nota Felix en þó eru dæmi um annað. Í greinargerð með tillögu tölvunefndar segir að eitt kerfi muni auðvelda utanumhald félagaskráa LH. Með því sé einnig tryggt að réttar upplýsingar séu til staðar í einu kerfi og að réttar upplýsingar um aðildarfélaga og aðildarfélög séu skráðar inn í Mótafeng.

Í greinargerðinni segir: „Mótafengur er keppniskerfi Landssambands hestamanna og mun verða tengt félagakerfi ÍSÍ. Upplýsingar félagakerfisins verða keyrðar með reglubundnum hætti yfir í Mótafeng og þannig verður tryggt að alltaf sé verið að vinna með réttar upplýsingar.“