Tollur á öllum keyptum miðum í stóðhestaveltunni

15. apríl 2019
Fréttir

Í stóðhestaveltunni til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum eru u.þ.b. 100 tollar undir hátt dæmda stóðhesta. Sala á umslögum í stóðhestaveltunni fer fram á „Þeir allra sterkustu“ og kostar hvert umslag 35.000 kr., girðingagjald er ekki innifalið. Allir sem kaupa umslag fá toll undir fyrstu verðlauna stóðhest og styrkja um leið landsliðið.

Forsala aðgöngumiða er í Líflandi í Reykjavík og Borgarnesi og hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi.

Næstu tíu hestar sem við kynnum í stóðhestaveltunni eru:

Kveikur frá Stangarlæk, tollinn gefur Birgir Leó Ólafsson og Ragna Björnsdóttir
Nökkvi frá Syðra-Skörðugili, tollinn gefur Nökkvafélagið ehf. og Frímann Frímannsson
Grímur frá Skógarási, tollinn gefur Einar Valgeirsson
Bragur frá Ytri-Hóli, tollinn gefur Sigrún Sigurðardóttir og Þorvaldur Þorvaldsson
Sægrímur frá Bergi, tollinn gefur Jón Bjarni Þorvarðarson
Byr frá Borgarnesi, tollinn gefur Hestvit ehf.
Losti frá Ekru, tollinn gefur Ingvar Ingvarsson
Hákon frá Ragnheiðarstöðum, tollinn gefur Ræktunarfélagið Hákon ehf.
Þór frá Votumýri, Gunnar Már Þórðarson og Kolbrún Björnsdóttir
Fenrir frá Feti, tollinn gefur Ármann Sverrisson

LH þakkar eigendum stóðhestanna stuðninginn.

Fylgstu með „Þeim allra sterkustu“ á facebook.