Tilnefnd bú til ræktunarverðlauna HEÞ

Minnum á haustfund HEÞ sem verður haldinn í Ljósvetningabúð 12. nóvember nk. kl. 20:30. Á fundinum verður valið ræktunarbú ársins á félagssvæðinu. Eftirtalin bú eru tilnefnd: Minnum á haustfund HEÞ sem verður haldinn í Ljósvetningabúð 12. nóvember nk. kl. 20:30. Á fundinum verður valið ræktunarbú ársins á félagssvæðinu. Eftirtalin bú eru tilnefnd: Efri-Rauðilækur, Grund II, Litla-Brekka, Komma, og Torfunes.

Auk þess hljóta ræktendur efstu hrossa í kynbótadómi viðurkenningar. Sú nýbreytni verður að veita ræktendum viðurkenningar fyrir efstu hross í hverjum aldursflokki. Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur fer yfir sviðið í hrossaræktinni og Jónas Vigfússon Litla-Dal flytur erindi um áverkaskráningar kynbótahrossa sumarið 2009. Kaffiveitingar í boði Samtakanna.

www.hryssa.is