Tilmæli frá Landssambandi hestamannafélaga og Félagi hrossabænda

24. nóvember 2012
Fréttir
Í kjölfar umræðu um hestaíþróttina síðustu daga og vikur, vill Landsamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda beina því til þeirra sem fjalla um hestamennsku að sýna fagmennsku og gæta fyllstu varúðar við umfjöllun sína opinberlega.

Í kjölfar umræðu um hestaíþróttina síðustu daga og vikur, vill Landsamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda beina því til þeirra sem fjalla um hestamennsku að sýna fagmennsku og gæta fyllstu varúðar við umfjöllun sína opinberlega. Öll umfjöllun er ímyndarskapandi og því nauðsynlegt að hún sé málefnaleg og vel ígrunduð þar sem hún hefur áhrif á alla þá sem stunda hestaíþróttina og umhverfi þeirra.

Hagsmunaaðilar hestamennskunnar og hestamenn í landinu þurfa allir að leggjast á það sama, að njóta, virða og auglýsa hestinn og hestamennskuna á sanngjarnan og jákvæðan hátt eins og aðrar íþróttir.

Samtökin árétta það að velferð hestsins skuli ávallt höfð að leiðarljósi.