Tilkynning vegna heilbrigðisskoðana á LM2016

Með reglugerð um velferð hrossa var opinbert eftirlit með velferð hrossa á stórmótum fest í sessi og verður framkvæmt af starfsmönnum Matvælastofnunar á Landsmóti hestamanna á Hólum.

Áríðandi er að keppendur og sýnendur skoði vel skipulag heilbrigðisskoðana sem dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST hefur gefið út og er að finna á www.landsmot.is undir “Keppendur”. Mikilvægt er að allir knapar mæti með hrossin í skoðun á tilsettum degi, svo að áætlanir standist.

Athygli er vakin á að hestar sem keppa í B-flokki gæðinga og 6 og 7 vetra hryssur eiga að mæta í heilbrigðisskoðun sunnudaginn 26. júní. 

Sjáumst á Hólum!