Tilkynning - kynbótasýningar Sörlastöðum

22. maí 2010
Fréttir
Gríðarlegt brottfall hefur orðið á Sörlastaðasýningunni, í upphafi voru skráð um 200 hross og þegar hollaröðun var birt á þriðjudagskvöldið voru hrossin komin í 140. Gríðarlegt brottfall hefur orðið á Sörlastaðasýningunni, í upphafi voru skráð um 200 hross og þegar hollaröðun var birt á þriðjudagskvöldið voru hrossin komin í 140.

Eins og staðan er í dag losa hrossin rétt 100 þannig Búnaðarsambandið neyðist til að breyta hollaröðun umtalsvert. Þeir knapar og eigendur sem þegar hafa kynnt sér hvenær þeir eiga tíma ættu endilega að skoða hollaröðunina sem er birt með þessari tilkynningu. Aðeins verður ein dómnefnd að störfum allan tímann. Sýningin hefst kl. 12:30 þriðjudaginn 25. maí.

Búnaðarsamband Suðurlands