Tilkynning frá Meistaradeild VÍS

27. mars 2009
Fréttir
Stjórn Meistaradeildar VÍS og knapar deildarinnar hafa komist að samkomulagi um að færa fyrirhugað mót og stóðhestakynningu af laugardeginum 18. apríl yfir á fimmtudaginn 23. apríl sem er sumardagurinn fyrsti. Stjórn Meistaradeildar VÍS og knapar deildarinnar hafa komist að samkomulagi um að færa fyrirhugað mót og stóðhestakynningu af laugardeginum 18. apríl yfir á fimmtudaginn 23. apríl sem er sumardagurinn fyrsti.

Þessi ákvörðun var tekin til að koma til móts við óskir þeirra sem standa að Kvennatölti og opnun Reiðhallar á Akureyri og í Reykjanesbæ, en skörun var á þessum viðburðum og mikill áhugi meðal hestamanna á þeim öllum.

Á kynningunni verða sýndir 10 hátt dæmdir stóðhestar og 10 yngri ósýndir stóðhestar. Einnig munu knapar í Meistaradeild VÍS keppa í gæðingaskeiði og 150m skeiði.

Nánari upplýsingar verða birtar síðar á heimasíðu Meistaradeildar VÍS www.meistaradeildvis.is. Þeim stóðhestaeigendum sem hafa áhuga á að kynna hesta sína er bent á að hafa samband við Hafliða Halldórsson í síma 896 3636.