Tilkynning frá keppnisnefnd LH

01. júní 2021
Fréttir

Að gefnu tilefni vill keppnisnefnd árétta við mótshaldara og keppendur að ekki má keppa upp fyrir sig í aldursflokki, sé boðið upp á grein í viðkomandi aldursflokki í íþróttakeppni.   Flokkast þar V2 sem V1, T3 sem T1, T4 sem T2 og F2 sem F1.  Er þetta í samræmi við þá túlkun LH undanfarin ár, að ungmenni megi ekki keppa í fullorðinsflokki, einstaklingsgreinum, þótt ekki sé boðið upp á þær greinar í ungmennaflokki.  Því hafa félög þetta árið, boðið upp á einstaklingsgreinar (T1, T2, V1, F1) í ungmennaflokki, til að ungmenni geti sótt sér punkta inn á Íslandsmót ungmenna.  

Almennt er keppnisnefnd mjög fylgjandi því að ungum knöpum sé boðið upp á einstaklingsgreinar, þær eru áskorun fyrir efnilega knapa og skorar á mótshaldara að gera það sem oftast, þar sem því verður við komið.   

Með keppniskveðju

Keppnisnefnd LH