Tilkynning frá Íslandsmóti - leiðrétting

Arnór Dan og Straumur
Arnór Dan og Straumur

Vegna takmarkana á útreikningi í Kappa, forritið sem heldur utan um einkunnagjafir á hestamótum, hefur komið í ljós að Arnór Dan og Straumur frá Sörlatungu urðu jöfn Jóhönnu Margréti Snorradóttur og Stimpli frá Vatni að stigum sem samanlagður sigurvegari ungmenna í fjórgangsgreinum.

Arnór Dan og Jóhanna Margrét deila því með sér titlinum sem samanlagður sigurvegari ungmenna í fjórgangsgreinum.

Mótaskýrsla í Kappa greindi eingöngu frá einum sigurvegara og leyfði ekki tvo jafna í skýrslunni. Tölvunefnd LH hefur verið greint frá þessari villu og mun hún verða löguð hið snarasta í Kappa.

Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum.

Til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn Arnór!