Tilkynning frá HÍDÍ – 14.mars 2012

14. mars 2012
Fréttir
Upprifjunarnámskeið 2012 lokið:Það verður ekki haldið sérstakt auka upprifjunarnámskeið fyrir þá dómara sem ekki komust á þessi tvö námskeið sem haldin voru í Reykjavík og á Sauðárkróki. En við viljum benda þeim dómurum á að þeir geta skráð sig á alþjóða dómararáðstefnuna sem haldin verður í Mosfellsbæ dagana 13.-14.apríl ef þeir vilja verða virkir dómarar 2012 – en athugið að gera það sem fyrst því fyrstu kemur fyrstur fær, ákveðið mörg pláss laus Upprifjunarnámskeið 2012 lokið:Það verður ekki haldið sérstakt auka upprifjunarnámskeið fyrir þá dómara sem ekki komust á þessi tvö námskeið sem haldin voru í Reykjavík og á Sauðárkróki. En við viljum benda þeim dómurum á að þeir geta skráð sig á alþjóða dómararáðstefnuna sem haldin verður í Mosfellsbæ dagana 13.-14.apríl ef þeir vilja verða virkir dómarar 2012 – en athugið að gera það sem fyrst því fyrstu kemur fyrstur fær, ákveðið mörg pláss laus

Þátttökugjald er 265 EUR og skal dómari skrá sig hjá Oddrúnu á skrifstofu LH ( lh@isi.is – S: 514-4030) sem fyrst en eigi síðar en 5.apríl –þegar því er lokið og búið að greiða þátttökugjaldið skal senda skráningar- og greiðslukvittun á hididomarar@gmail.com.

 Úthlutun dómara á mót 2012
Dómarar þurfa nú sjálfir að sækja um mótin í gegnum heimasíðu félagsins – www.hidi.isundir linknum Dómarar efst á síðunni.  Nú þurfa dómarar að vera á tánum og fylgjast vel með á heimasíðunni þegar það opnar fyrir umsóknir á ákveðin mót !!!

 Hestamannafélög þurfa að sækja um dómara fyrir mótin sín fyrir 1.apríl n.k. !    Viljum ítreka við þau hestamannafélög sem hyggjast halda World Ranking mót að sækja um sem fyrst. Stjórnin þarf tíma til að finna erlendan alþjóða dómara sem er laus því þeir fara hverjir að vera fullbókaðir út sumarið!

 Breytingar á FIBO reglum sem taka gildi 1.apríl 2012

Minnum dómara og mótshaldara á að kynna sér vel þær breytingar sem gerðar hafa verið á FIBO reglunum. Hægt er að nálgast grófa samantekt á þessum breytingum inn á www.hidi.is, annars bendum við á að hægt er að nálgast skjal með breytingunum inn á heimasíðu félagsins og www.feif.org.

 

 Kveðja
Stjórn og fræðslunefnd HÍDÍ