Til hestamannafélaga og hestafólks

Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR) stendur fyrir einni stærstu fjallahjólakeppni Íslands “Blue Lagoon Challenge” næstkomandi laugardag 11. júní frá  kl. 16 - 21. 

Hjólað er frá Ásvallalaug í Hafnarfirði að Kaldárseli og eftir Hvaleyrarvatnsvegi og þaðan inná Krísuvíkurveg. Þá er Djúpavatnsleið hjóluð að Suðurstrandavegi og þeim vegi fylgt til vesturs inn að Grindavík. Þá er beygt inná Víkurveg til vesturs að fjallinu Þorbirni og fylgt malarslóða að Norðurljósaveg. Endamark er við bílastæði Bláa lónsins. Sjá nánar kort hér að neðan og leiðarlýsingu á vefsíðu mótsins: http://bluelagoonchallenge.is/leidin/

Til að forðast árekstra og slys á hestum og mönnum langar okkur að biðja ykkur að hafa það í huga að það eru 1000 þáttakendur skráðir í keppnina sem verða hjólandi á þessari leið 11. júní.

Í von um jákvæð viðbrögð og gott samstarf.

Fyrir hönd stjórnar HFR,
Inga Dagmar Karlsdóttir