Þriðja og síðasta Landsbankamót Sörla

20. apríl 2009
Fréttir
Þriðja og síðasta Landsbankamót Sörla verður haldið á Sörlastöðum 24. og 25. apríl. Sýna skal a.m.k. þrjár gangtegundir í fjórum ferðum. Dómskali Gæðingakeppni gildir. Gefin er ein einkunn fyrir tölt. Ef bæði er sýnt hægt og greitt tölt gildir hærri einkunn. Þriðja og síðasta Landsbankamót Sörla verður haldið á Sörlastöðum 24. og 25. apríl. Sýna skal a.m.k. þrjár gangtegundir í fjórum ferðum. Dómskali Gæðingakeppni gildir. Gefin er ein einkunn fyrir tölt. Ef bæði er sýnt hægt og greitt tölt gildir hærri einkunn.

Keppendur mega koma með fleiri en einn hest til keppni.

Skráning er MIÐVIKUDAGINN 22. apríl frá 19:00-21:00.
Skráningargjald er 2.500,- krónur á hest nema 1.000,- kr. fyrir polla.
Skráningargjald í skeið er kr. 1.500,-

Þetta er síðasta mótið í vetramótaröðinni, svo nú skal taka það.
Mótanefnd