Þriðja Kráksafkvæmið í 1. verðlaun

05. júní 2009
Fréttir
Ronja frá Hlemmiskeiði 3, knapi Þórður Þorgeirsson.
Þriðja fyrstu verðlauna hrossið bættist í afkvæmahóp Kráks frá Blesastöðum á Gaddstaðaflötum í gær. Það er 4 vetra hryssan Ronja frá Hlemmiskeiði 3, undan Kjarnorku frá Hlemmiskeiði 3, Hrafnsdóttur frá Holtsmúla. Þriðja fyrstu verðlauna hrossið bættist í afkvæmahóp Kráks frá Blesastöðum á Gaddstaðaflötum í gær. Það er 4 vetra hryssan Ronja frá Hlemmiskeiði 3, undan Kjarnorku frá Hlemmiskeiði 3, Hrafnsdóttur frá Holtsmúla.

Ronja er alhliða hryssa. Fékk í fordómi 8,29 í aðaleinkunn, þar af 8,5 fyrir tölt og 8,0 fyrir skeið og brokk. Hún er sjóðandi viljug, fékk 9,0 fyrir þann eiginleika. Fyrir hæfileika 8,40. Óhætt er að segja að Krákur komi inn í ræktunina með trukki. Þrjú afkvæmi úr fyrsta árgangi hafa verið sýnd. Öll eru með glimrandi fyrstu verðlaun. Eigendur og ræktendur Ronju eru Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfsdóttir á Hlemmiskeiði 3.