Þorvaldur Árni og Linda Rún leiða töltið

16. júní 2009
Fréttir
Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Linda Rún Pétursdóttir leiða eftir fyrri umferð í tölti. Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Linda Rún Pétursdóttir leiða eftir fyrri umferð í tölti. Rétt í þessu var keppni í tölti að ljúka á úrtökunni fyrir HM í Sviss. Síðasta greinin var tölt og er það Þorvaldur Árni Þorvaldsson sem leiðir keppnina á B-Moll frá Vindási með einkunnina 8,20, annar er Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi með einkunnina 7,83 og þriðja er Hulda Gústafsdóttir á Kjuða frá Kirkjuferjuhjáleigu með einkunnina 7,30.
Í ungmennaflokki er Linda Rún Pétursdóttir efst á Erni frá Arnarstöðum með einkunnina 7,27, annar er Teitur Árnason á Hvin frá Egilstaðakoti með einkunnina 6,77 og þriðja er Sara Sigurbjörnsdóttir á Nyk frá Hítarnesi með einkunnina 6,70.
Nr. Nafn Hestur
Einkunn
1 Þorvaldur Árni Þorvaldsson B-Moll (Moli) frá Vindási
8,20
2 Viðar Ingólfsson Tumi frá Stóra-Hofi
7,83
3 Hulda Gústafsdóttir Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu
7,30
4 Sigríkur Jónsson Zorró frá Grímsstöðum
6,57





Nr. Nafn Hestur
Einkunn
1 Linda Rún Pétursdóttir Örn frá Arnarstöðum UM 7,27
2 Teitur Árnason Hvinur frá Egilsstaðakoti UM 6,77
3 Sara Sigurbjörnsdóttir Nykur frá Hítarnesi UM 6,70
4 Guðlaug Jóna Matthíasdóttir Zorró frá Álfhólum UM 6,27
5 Grettir Jónasson Þristur frá Ragnheiðarstöðum UM 6,07