Þórarinn Eymundsson með sýnikennslu í Sörla

19. janúar 2010
Fréttir
Sunnudaginn 24 janúar nk. mun Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Sörla, standa fyrir kennslusýningu í reiðhöllinni í Sörla kl. 16:00. Sunnudaginn 24 janúar nk. mun Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Sörla, standa fyrir kennslusýningu í reiðhöllinni í Sörla kl. 16:00.

Þar mun Þórarinn Eymundsson tamningameistari glíma við erfið vandamál sem hestamenn þurfa að eiga við. Þórarinn er einn þekktasti knapi og reiðkennari landsins og margfaldur Íslands- og Heimsmeistari.

Sýningin er öllum opin og er miðaverði stillt í hóf, aðeins kr. 1.500, en skuldlausir félagar í FT og Sörla fá miðann á 1.000 kr.

Kaffiveitingar á staðnum - allir velkomnir!


Félag tamningamanna.