Þjóðverjar langstærstir innan FEIF

20. nóvember 2008
Fréttir
Þjóðverjar eru langfjölmennastir þjóða í FEIF, meira en helmingi stærri en Ísland. Þýsku Íslandshestasamtökin, IPZV, telja nú 24 þúsund félaga. Í Landssambandi hestamannafélaga, LH, eru nú skráðir 11.379 félagar.Þjóðverjar eru langfjölmennastir þjóða í FEIF, meira en helmingi stærri en Ísland. Þýsku Íslandshestasamtökin, IPZV, telja nú 24 þúsund félaga. Í Landssambandi hestamannafélaga, LH, eru nú skráðir 11.379 félagar.Þjóðverjar eru langfjölmennastir þjóða í FEIF, meira en helmingi stærri en Ísland. Þýsku Íslandshestasamtökin, IPZV, telja nú 24 þúsund félaga. Í Landssambandi hestamannafélaga, LH, eru nú skráðir 11.379 félagar.

Þetta kemur fram í samantekt sem FEIF gerði nýverið um fjölda meðlima og fjölda hrossa í hverju FEIF landi. Sendur var út spurningalisti til aðildarlandanna. Fjöldi hrossa er ekki samkvæmt forðagæsluskýrslum eða opinberri talningu. Það gæti því skeikað einhverjum prósentum. Tölurnar eru þó taldar nærri lagi.

Hrossafjöldi í Þýskalandi nálgast að vera sá sami og á Íslandi. Samkvæmt samantekt FEIF eru 65 þúsund hross í Þýskalandi en 77 þúsund á Íslandi. Munurinn er 12 þúsund hross. Svíar og Danir eru einnig hrossmargir miðað við önnur lönd í FEIF, með 25 og 26 þúsund hross.

Íslendingar eru þó ennþá drýgstir í hrossafjölda á mann. Um sjö hross teljast á hvern skráðan meðlim í LH. Þess ber þó að gæta að ekki eru nærri allir hestamenn hér á landi í hestamannafélögum. Í Þýskalandi eru 2,7 hross á hvern skráðan hestamann, í Danmörku þrjú hross og í Svíþjóð 3,7 hross. Athygli vekur að í Frakklandi eru skráð yfir 4000 hross en hestamannafélögin eru aðeins fjögur og skráðir meðlimir ekki nema áttatíu og fimm.


Land – Félagar – Félög – Hross:

Austurríki – 1.470 – 39 – 2.260
Belgía – 170 – 1 – 800
Kanada – 160 – 2 – 1600
Danmörk – 8.110 – 55 – 25.000
Færeyjar – 116 – 1 – 250
Finnland – 901 – 13 – 2.300
Frakkland – 85 – 4 – 4.084
Bretland – 267 – 0 – 870
Þýskaland – 24.000 – 153 – 65.000
Ísland – 11.379 – 47 – 77.052
Ítalía – 123 – 0 – 357
Luxemborg – 45 – 1 – 380
Holland – 1.695 – 6 – 6.000
Nýja Sjáland – 22 – 1 – 62
Noregur – 2.468 – 36 – 8.000
Slóvenía – 70 – 7 – 500
Svíþjóð – 7.000 – 57 – 26.000
Sviss – 987 – 6 – 2.000
USA – 605 – 14 – 3.790