Þjálfun hjá Hólaskóla

06. október 2011
Fréttir
Enn eru nokkur laus pláss í þjálfun hjá hestafræðideild Hólaskóla nú í haust (22.október-10.desember). Enn eru nokkur laus pláss í þjálfun hjá hestafræðideild Hólaskóla nú í haust (22.október-10.desember).
Þjálfunaráfanginn er ætlaður tömdum hrossum á 5. -12. vetri af öllu tagi en þó eru ekki tekin gölluð hross eða hættuleg (s.s. hrekkir, rokur, slægð, húslestir). Við komuna á staðinn þurfa þau að vera í lágmarksþjálfun. Þessi áfangi er alhliða þjálfun reiðhests með áherslu á bætta svörun ábendinga, jafnvægi, hreyfingar og rými á öllum gangtegundum.

Sjá nánari upplýsingar um hross í tamningu og þjálfun við skólann hér á Hólavefnum.