„Þeir allra sterkustu“ – úrtaka

19. mars 2012
Fréttir
Mynd: dalli.is
Nú er tími ístöltanna en nýlokið mót „Svellkaldra kvenna“ var allt hið glæsilegasta, enda hestakosturinn frábær.  Úrtaka fyrir ístöltið „Þeir allra sterkustu“ verður haldinn laugardaginn 24. mars kl. 20:00 í Skautahöllinni í Laugardal. Nú er tími ístöltanna en nýlokið mót „Svellkaldra kvenna“ var allt hið glæsilegasta, enda hestakosturinn frábær.  Úrtaka fyrir ístöltið „Þeir allra sterkustu“ verður haldinn laugardaginn 24. mars kl. 20:00 í Skautahöllinni í Laugardal.

 
Sex til átta efstu hestum í úrtökunni verður boðið að taka þátt í ístöltöltinu „Þeir allra sterkustu“ sem fram fer laugardaginn 31. mars. 

Mótið hefur þróast farsællega síðan það var fyrst haldið árið 2004 í Egilshöllinni en þó hefur hestakosturinn ávallt verið sá besti sem völ er á hverju sinni. Í ár verður engin breyting þar á og mega áhorfendur vænta þess að sjá Íslandsmeistara, Landsmótsmeistara, knapa ársins og jafnvel heimsmeistara á svellinu þann 31. mars.

Skráning á úrtökuna fer þannig fram:
Senda tölvupóst á hilda@landsmot.is, gefa upp nafn og kennitölu knapa, IS-númer og nafn hests og kortanúmer fyrir skráningargjaldinu sem er kr. 5.000. Skráning hefst þriðjudaginn 20. mars og stendur til fimmtudagsins 22. mars. Athugið að aldurstakmarkið er 18 ár. 

Takmarkaður fjöldi knapa er í úrtökuna en hver knapi má mæta með tvo hesta. Því gildir reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“ í þessu sambandi.