Tannheilbrigði og tannhirða íslenskra hrossa

15. janúar

Landbúnaðarháskóli Íslands sendir út skoðanakönnun til íslenskra hestamanna sem hluta af BS-verkefni Vildísar Þrár Jónsdóttur í Búvísindum. Verkefnið fjallar almennt um munn- og tannheilsu íslenskra hrossam og þá kvilla sem kunna að koma upp, en einnig er leitast eftir því að lýsa því hvernig íslenskir hestamenn hátta tannhirðu sinna hrossa eða hrossa í sinni umsjá.

Helstu lykilspurningar verkefnisins eru hvaða hross hljóta tannhirðu og hvenær, þar sem helst er gerður greinarmunur á reið- og stóðhrossum. Leitast er eftir að svara þessum spurningum með skoðanakönnun sem nær til sem flestra sem stunda hestamennsku á Íslandi.

Endilega takið þátt: Könnun um tannheilbrigði og tannhirðu