Sýnikennsla með Antoni Páli

11. febrúar 2013
Fréttir
Anton Páll Níelsson - Taumsambandið og almenn taumþjálfun! Anton Páll verður með sýnikennslu á Sörlastöðum næsta miðvikudag, 13. febrúar, kl 20:00.

Anton Páll Níelsson - Taumsambandið og almenn taumþjálfun!

Anton Páll verður með sýnikennslu á Sörlastöðum næsta miðvikudag, 13. febrúar, kl 20:00. Ástæða er til þess að hvetja allt hestafólk til að mæta á þennan viðburð þar sem Anton er einn vinsælasti reiðkennari landsins og fróðlegt að sjá hvernig hann þjálfar hestana sína. Anton er þekktur fyrir að halda líflegar sýningar sem koma efninu vel til skila.

Þetta er frábært tækifæri til að koma saman, hitta aðra hestamenn, fræðast og fá hugmyndir um komandi vetrarþjálfun.

Aðgangseyrir: 1.000 kr

Allir velkomnir!  

Kveðja, Fræðslunefnd Sörla