Sýnikennsla hjá Herði Mosfellsbæ

05. janúar 2011
Fréttir
Guðmar Þór Pétursson reiðkennari verður með sýnikennslu í reiðhöll Harðar föstudaginn 7.janúar 2011 klukkan 20.00. Guðmar Þór Pétursson reiðkennari verður með sýnikennslu í reiðhöll Harðar föstudaginn 7.janúar 2011 klukkan 20.00.

Guðmar Þór hefur eins og margir þekkja rekið tamningarstöð í Bandaríkjunum til margra ára.  Þar hefur hann fengist mikið við kennslu, þjálfun og tamningar á íslenskum hestum, auk þess að kynna sér margskonar reiðmennsku-  og þjálfunaraðferðir.  Hann á að baki farsælan feril í keppni og þjálfun hérlendis.

Í sýnikennslunni mun Guðmar fjalla um  skipulag þjálfunar í upphafi árs og áframhaldandi þjálfun. Einnig mun hann fjalla um líkamsbeytingu og formun, í tengslum við grein sem birtist í 7.tölublaði Eiðfaxa 2010 um þjálfun á stöngum. Auk þess mun Guðmar miðla því sem honum er helst hugleikið í reiðmennsku þessa dagana. 

Í framhaldinu verður hægt að panta tíma í reiðkennslu hjá Guðmari í síma 8966726 eða netfangið gudmarp@gudmar.com.  Kennslan fer fram núna í janúar eftir nánara samkomulagi, í reiðhöll Harðar.

Aðgangur að sýnikennslunni kostar 1000 krónur og  hefst hún stundvíslega klukkan 20.00. Léttar veitingar seldar í hléi.