SÝNIKENNSLA

19. febrúar 2013
Fréttir
Á fimmtudaginn nk. 21. febrúar kl. 19:30 ætlar fræðslunefndin að standa fyrir sýnikennslu á aðferð við þjálfun á hestum og mönnum í Reiðhöll Mána. Í ár ætla hjónin Snorri Dal og Anna Björk Ólafsdóttir og dætur að heiðra okkur með nærveru sinni, en þau reka tamninga- og þjálfunarstöð í Hafnarfirði

Á fimmtudaginn nk. 21. febrúar kl. 19:30 ætlar fræðslunefndin að standa fyrir sýnikennslu á aðferð við þjálfun á hestum og mönnum í Reiðhöll Mána. Í ár ætla hjónin Snorri Dal og Anna Björk Ólafsdóttir og dætur að heiðra okkur með nærveru sinni, en þau reka tamninga- og þjálfunarstöð í Hafnarfirði. Það sem þau munu m.a. sýna okkur er hvernig hægt er að nota léttikerru við þjálfun hesta og jafnvægisæfingar fyrir knapa.

Hér er á ferðinni áhugaverðar aðferðir sem vert er að kynna sér betur.

Fræðslunefndin hvetur alla áhugasama að mæta, unga sem aldna. Látum ekki einstakan viðburð framhjá okkur fara og fjölmennum í reiðhöllina !! Miðaverð er 1000.kr. og frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.

Kærar kveðjur,
fræðslunefndin.