Svínavatn 2014 - skráningar

Mótið verður haldið laugardaginn 1. mars. Ísinn er afbragðsgóður og vel lítur út með veður og færi. Skráningar berist á netfangið thytur1@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 25. febrúar. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.

Mótið verður haldið laugardaginn 1. mars. Ísinn er afbragðsgóður og vel lítur út með veður og færi.

Skráningar berist á netfangið thytur1@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 25. febrúar. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests.

Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald er 3.000. kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139. Sendið kvittun á heneisti@gmail.com

Vegleg peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.

Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar á heimasíðu mótsins þegar nær dregur.