Svellkaldar - skráning hafin

08. mars 2012
Fréttir
Skráning á ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" hófst á miðnætti sl. nótt og hafa skráningar hrúgast inn þessa fyrstu klukkutíma. Skráning á ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" hófst á miðnætti sl. nótt og hafa skráningar hrúgast inn þessa fyrstu klukkutíma.
 
Aðeins eru 100 pláss í boði og því um að gera fyrir konur sem hyggja á þátttöku að drífa í að tryggja sér pláss.
 
Keppt er í þremur flokkum: Minna keppnisvanar, meira keppnisvanar og opnum flokki. Skráningargjald er kr. 5.000 og mótið er opið konum 18 ára og eldri (ungmennaflokkur og fullorðinsflokkur). Nánari upplýsingar um flokkaskiptingu er að finna í frétt á vef LH.
 
Aðeins eitt pláss í boði fyrir hvern knapa og skráning fer eingöngu fram á vefnum www.gustarar.is undir liðnum skráning. Hafa þarf kt. knapa og IS nr. hests tiltækt og ganga frá greiðslu með greiðslukorti samhliða skráningu til að hún staðfestist.
 
Breytingar og afskráningar sendist á netfangið skjoni@simnet.is eins fljótt og auðið er.
 
Mótið fer fram laugardaginn 17. mars nk. í Skautahöllinni í Laugardal og er hið veglegasta að venju. Stórglæsileg verðlaun í öllum flokkum, flottasta parið valið af dómurum og A og B úrslit í öllum flokkum. Allur ágóði af mótinu rennur til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum.