Svellkaldar með breyttu sniði 2016

 

Ákveðið hefur verið að færa Svellkaldar konur eins og Þá allra sterkustu af ísnum fyrir næstu keppni. Nafnið á viðburðinum breytist úr Svellköldum konum yfir í Ískaldar töltdívur og verður mótið haldið þann 20. febrúar næstkomandi í Samskipahöllinni. Þeir allra sterkustu verða með sama sniði og í ár, en mikill fjöldi kom til að horfa á heimsins bestu töltara um páskahelgina síðustu í Samskipahöllinni.

20. febrúar 2016 – Ískaldar töltdívur - Samskipahöllin

https://www.facebook.com/events/913320175410529/

26. mars 2016 – Þeir allra sterkustu – Samskipahöllin

https://www.facebook.com/events/942923509076948/

Takið dagana frá!