Svellkaldar konur 8. mars

18. febrúar 2014
Fréttir
Ístöltmót kvenna, Svellkaldar konur, verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 8.mars n.k. Mótið verður með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár og glæsilegt í alla staði.

Ístöltmót kvenna, Svellkaldar konur, verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 8.mars n.k. Mótið verður með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár og glæsilegt í alla staði. 

Keppt verður í þremur flokkum og er mótið opið konum 18 ára og eldri:

  • Minna keppnisvanar – hægt tölt og fegurðartölt
  • Meira keppnisvanar – hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt
  • Opinn flokkur – hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt 

Ekkert er snúið við og öll keppnin riðin upp á vinstri hönd. A og B úrslit í öllum flokkum.

Keppendur eru hvattir til að sýna metnað við flokkaskráningu. Knapi sem sigrað hefur í tilteknum flokki eða komist þrisvar sinnum í A-úrslit í einhverjum flokki, skal færast upp í næsta styrkleikaflokk fyrir ofan.

Konur eru hvattar til að taka daginn frá sem og allir hestamenn, en gaman er að mæta í Skautahöllina og hvetja flotta knapa og hesta til dáða. Allur ágóði af mótinu rennur til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem taka mun þátt í Norðurlandamóti íslenska hestsins í Herning í sumar, og gefa allir starfsmenn, undirbúningsnefnd og dómarar vinnu sína. 

Fjöldi styrktaraðila kemur að mótshaldinu og eru þeim veittar þakkir fyrir. 

Frekari upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur!

Landsliðsnefnd LH