Svellkaldar konur 10 ára!

 

10. mót Svellkaldra kvenna verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal núna á laugardaginn. Ráslistarnir eru tilbúnir og undirbúningurinn er í hámarki.

Ráslisti Minna vanar

Ráslisti Meira vanar

Ráslista Opinn flokkur

 

DAGSKRÁ

16:30 Minna vanar – forkeppni

17:00 Meira vanar – forkeppni

17:50 Opinn flokkur – forkeppni

MATARHLÉ

19:00 B-úrslit minna vanar, meira vanar, opinn flokkur

20:00 A-úrslit minna vanar, meira vanar, opinn flokkur

Mótið er haldið til styrktar íslenska landsliðinu í hestaíþróttum og rennur allur ágóði af mótinu óskiptur til liðsins. Allt starfsfólk, undirbúningsnefnd og dómarar gefa vinnu sína. Við hvetjum hestamenn til að fjölmenna Skautahöllina að sjá glæsilega hesta og knapa. Miðaverð er kr. 1.000 og fer miðasala fram við innganginn. Allir velkomnir!

Kv. Landsliðsnefnd