Sumri fagnað á Grænhóli

Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu, knapi Bylgja Gauksdóttir.
Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu, knapi Bylgja Gauksdóttir.
„Við erum nú fyrst og fremst að fagna sumrinu og opna faðminn fyrir vini og kunningja,“ segir Gunnar Arnarson, en hann og Kristbjörg Eyvindsdóttir verða með opið hús á Grænhóli á morgun, sumardaginn fyrsta. „Við erum nú fyrst og fremst að fagna sumrinu og opna faðminn fyrir vini og kunningja,“ segir Gunnar Arnarson, en hann og Kristbjörg Eyvindsdóttir verða með opið hús á Grænhóli á morgun, sumardaginn fyrsta.

„Það stendur ekki til að vera með neina stórsýningu á hrossum. Þetta er ekki hugsað sem slíkt, enda erum við sjálf á leið á ræktunarsýninguna í Ölfushöllinni á morgun. Fyrst og fremst að hitta mann og annan og taka spjallið. Ég reikna þó með að Bylgja skreppi á bak nokkrum trippum, ungum hryssum sem eru í tamningu. Svo verður auðvitað heitt á könnunni og eithvað til að narta í,“ segir Gunnar.

Opið hús á Grænhóli verður á milli 17.00 og 19.00. Allir eru velkomnir.