Suðurlandssýning í Rangárhöll

Laugardaginn 23.mars kl 20:00 verður Suðurlandssýning haldin í Rangárhöllinni á Hellu. Þetta er frábær alhliða reiðhallarsýning fyrir alla í fjölskyldunni.
Laugardaginn 23.mars kl 20:00 verður Suðurlandssýning haldin í Rangárhöllinni á Hellu. Þetta er frábær alhliða reiðhallarsýning fyrir alla í fjölskyldunni. 
Sýningaratriði eru t.d með reiðmönnum framtíðarinnar, heiðruðum ræktunarbúum og öllu þar á milli. 
Aðgangseyrir er í algjöru lágmarki eða 1500 kr fyrir fullorðna, 500 kr fyrir 6-12 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Nefndin