Suðurlandsdeildin

12. desember 2016

Það er von á æsispennandi keppni í Suðurlandsdeildinni sem hefst þann 31. Janúar á nýju ári. 12 lið hafa staðfest þátttöku og því 60 þátttakendur staðfestir, það má því búast við hörku keppni. Mikil eftirvænting er komin í mannskapinn og liðin mörg hver farin að undirbúa sig.
Suðurlandsdeildin er samstarfsverkefni Rangárhallarinnar og hestamannafélagsins Geysis.
Suðurlandsdeildin hefur þá sérstöðu að hvert lið er skipað atvinnumönnum og minna vönum og getur því breiður hópur knapa tekið þátt í sömu keppninni. Eftir að forkeppni lýkur verða tvenn A-úrslit (að undanskilinni parafiminni), ein fyrir atvinnumenn og ein fyrir minna vana. Atvinnumenn og minna vanir eiga því möguleika á að safna jafn mörgum stigum fyrir sitt lið. Einungis verður liðakeppni.
Það eru margir spenntir fyrir nýrri keppnisgrein „parafimi“ sem kynnt verður fyrir knöpum á næstu dögum. Parafimin gengur út á það að atvinnumaður og minna vanur mynda par og sýna gangtegundir og æfingar eftir eigin útfærslu. Parafimin verður kynnt nánar þegar nær dregur!
Suðurlandsdeildin er viðburður sem allir ættu að merkja við í dagatalið eftir áramót – við hlökkum til að sjá sem flesta í Rangárhöllinni á nýju ári!

Lið Suðurlandsdeildarinnar 2017

Lið 1: Árbæjarhjáleiga / Herríðarhóll
Hekla Katharína Kristinsdóttir
Marjolijn Tiepen
Annika Rut Arnarsdóttir
Sigurlín Franziska Arnarsdóttir
Renate Hanneman

Lið 2: Þjóðólfshafi / Efri-Hvoll
Sigurður Sigurðarson
Lena Zielinski
Benjamin Sandur
Þorvarður Friðbjörnsson
Lea Schell

Lið 3: Heimahagi
Guðmar Þór Pétursson
John Kristinn Sigurjónsson
Jóhann Ólafsson
Halldór Victorsson
Sigurður Ólafsson

Lið 4: Ice Wear
Kristín Lárusdóttir
Hlynur Guðmundsson
Vilborg Smáradóttir
Hjördís Rut Jónsdóttir
Guðbrandur Magnússon

Lið 5: Kvistir
Sigvaldi Lárus Guðmundsson
Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson
Gísli Guðjónsson
Hlynur Pálsson
Guðbjörn Tryggvason

Lið 6: Þverholt / Pula
Hjörtur Ingi Magnússon
Jóhann Kristinn Ragnarsson
Elín Hrönn Sigurðardóttir
Theódóra Þorvaldsdóttir
Lisbeth Sæmundsson

Lið 7: Húsasmiðjan
Ólafur Þórisson
Davíð Jónsson
Sarah M. Nielsen
Katrín Ó. Sæmundsdóttir
Svanhildur Hall

Lið 8: Hlökk ehf
Hallgrímur Birkisson
Ólöf Rún Guðmundsdóttir
Ragnheiður Hallgrímsdóttir
Heiðdís Arna Ingvarsdóttir
Pétur Vignir Birkisson

Lið 9: Járningasamfélagið
Sara Sigurbjörnsdóttir
Sara Pesenacker
Erlendur Árnason
Þórhallur D. Pétursson
Matthes Bishof

Lið 10: VÍKINGarnir
Alma Gulla Matthíasdóttir
Guðmundur Baldvinsson
Guðlaug Jóna Matthíasdóttir
Eygló Arna Guðnadóttir
Janita Frm

Lið 11: Hemla / Strandarhöfuð
Vignir Siggeirsson
Stella Sólveig Pálmarsdóttir
Matthías Elmar Tómasson
Hrönn Ásmundsdóttir
Katrín Diljá Vignisdóttir

Lið 12: Hjarðartún
Jón Páll Sveinsson
Auðunn Kristjánsson
Bjarni E. Pétursson
Kristín Heimisdóttir
Gréta Rut Bjarnadóttir

Ef einhverjar spurningar eru varðandi deildina ekki hika við að hafa samband á rangarhollin@gmail.com