Styttist í „Allra sterkustu“

09. mars 2012
Fréttir
Hulda Gústafsdóttir á Aroni frá Strandarhöfði og Hinrik Bragason á Héðni frá Feti á „Allra sterkustu“ 2010.
Nú er mótahald komið á flug hjá hestamönnum og áhugasamir njóta þess víða um land að sjá glæsilega gæðinga sýna sína bestu takta undir styrkri stjórn knapa sinna. Nú er mótahald komið á flug hjá hestamönnum og áhugasamir njóta þess víða um land að sjá glæsilega gæðinga sýna sína bestu takta undir styrkri stjórn knapa sinna.

Ístöltið „Þeir allra sterkustu“ er haldið ár hvert og fer nú að styttast í þá miklu hátíð sem haldin er til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum en það verður haldið þann 31.mars í Skautahöllinni í Laugardal.

Hestamenn þekkja þennan viðburð, þarna koma saman „þeir allra sterkustu“ og etja kappi í töltkeppni á ís. Knaparnir eru margverðlaunaðir og kunna til verka svo veislan verður svaaaakaleg!

Stóðhestakynningin er fastur liður á viðburði þessum og jafnan mikil eftirvænting  í loftinu að fá að sjá hátt dæmda stóðhesta spreyta sig á ísnum.

Haldin er úrtaka fyrir þau 6-8 sæti sem eru laus ár hvert. Úrtakan í ár verður haldinn laugardaginn 24.mars og verður hún nánar auglýst síðar.

En kæru hestamenn, takið daginn frá og mætið í Skautahöllina í Laugardalnum þann 31.mars næstkomandi og sjáið stjörnutakta á ísnum!