Styrktu hestamannafélagið þitt

Forsala aðgöngumiða á LM2020 er í fullum gangi, miðaverðið mjög hagstætt vikupassi á kr. 19.900. Með því að kaupa miða í forsölu í gegnum tengil félagsins sem viðkomandi er skráður í renna 1000 kr. af miðaverði til félagsins. Helgarpassinn er komin í sölu og hann er á kr. 16.900. Vikupassi fyrir unglinga 14-17 ára er á kr. 9.900.

Hvert félag er með sérstakan tengil í miðasölukerfinu, sjá frétt á heimasíðu Landsmóts: https://www.landsmot.is/is/news/forsala-adgongumida-i-fullum-gangi

Tökum höndum saman - styðjum félögin og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði.

Ath. Ef deila á link er ekki hægt að afrita slóðina úr vafranum heldur þarf að deila kóðanum. 

Öllum spurningum varðandi Landsmót hestamanna 2020 er svarað á netfanginu landsmot@landsmot.is