Stórsýning Fáks - Nokkur pláss laus

Stórsýning Fáks 2. maí Nú styttist í stórsýningu Fáks en þessi risaveisla hestamanna verður haldin í reiðhöllinni í Víðidal 2. maí næstkomandi. Stórknapinn Mette Manseth mætir í höllina með mjög svo óvænta sýningu sem enginn má missa af. Ekki mun vanta uppá stóðhestakost sýningarinnar en Þristur frá Feti mun berja þar gólfið ásamt sex afkvæmum, hæst dæmdi Ómurinn frá Kvistum mætir ásamt fjölda annara glæsi stóðhesta. Stórsýning Fáks 2. maí Nú styttist í stórsýningu Fáks en þessi risaveisla hestamanna verður haldin í reiðhöllinni í Víðidal 2. maí næstkomandi. Stórknapinn Mette Manseth mætir í höllina með mjög svo óvænta sýningu sem enginn má missa af. Ekki mun vanta uppá stóðhestakost sýningarinnar en Þristur frá Feti mun berja þar gólfið ásamt sex afkvæmum, hæst dæmdi Ómurinn frá Kvistum mætir ásamt fjölda annara glæsi stóðhesta.

Sýningaratriði ræktunarbúa verða fyrirferðamikil og má þar nefna Einhamar, Vatnsleysu, Efri Rauðalæk og vel á minnst afkvæmi Pittlu frá Flekkudal eiga eftir að gleðja áhorfendur. Að sjálfsögðu verður svo boðið uppá skeiðveislu í gegnum höllina. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að taka þátt í þessari stórkostlegu hestaveislu er bent á að hafa samband við Fjölni Þorgeirsson í síma 8960006 eða í tolvupósti á fjolnir@hestafrettir.is