Stórglæsilegt Kvennatölt

19. apríl 2009
Fréttir
Lena Zielinski á Golu frá Þjórsárbakka.
Kvennatölt Gusts fór fram í reiðhöll Gusts í gær. Um 140 skráningar voru á mótið og keppnin feiknarleg hörð og spennandi. Hestakosturinn var frábær og þá ekki síst í opna flokknum þar sem glæsilegar sýningar og háar tölur sáust. Einnig var gaman að sjá hvað keppendur voru snyrtilegir til fara, hrossin vel til höfð og keppnisgleðin í fyrirrúmi. Kvennatölt Gusts fór fram í reiðhöll Gusts í gær. Um 140 skráningar voru á mótið og keppnin feiknarleg hörð og spennandi. Hestakosturinn var frábær og þá ekki síst í opna flokknum þar sem glæsilegar sýningar og háar tölur sáust. Einnig var gaman að sjá hvað keppendur voru snyrtilegir til fara, hrossin vel til höfð og keppnisgleðin í fyrirrúmi.

Í byrjendaflokki sigraði Hrafnhildur Pálsdóttir eftir harða rimmu við Hönnu Sigríði Sigurðardóttur og þurftu þær stöllur að heyja bráðabana til að ná fram niðurstöðu svo jafnt var það! Í flokknum minna vanar sigraði Jóna Dís Bragadóttir á Hadda frá Akureyri og voru þau jafnframt valin glæsilegasta par mótsins af dómurum og hlutu í verðlaun Prinsessuferð frá Landi og hestum ofl.

Í flokknum meira vanar sigraði Rakel Sigurhansdóttir nokkuð örugglega og í opnum flokki sigraði Lena Zielinski af miklu öryggi á hinni gríðargóðu Golu frá Þjórsárbakka, en þær stöllurnar voru stórglæsilegar og uppskáru háar einkunnir fyrir.

Mótið fór mjög vel fram og ástæða til að þakka öllu því frábæra starfsfólki sem lagði hönd á plóginn, ásamt keppendum sem sáu til þess að allt gekk vel fyrir sig og voru alltaf klárir á réttum tíma. Lífland og Back on Track gáfu vegleg aukaverðlaun og INN fjárfesting styrkti mótið einnig. Gustur vill færa öllum þessum aðilum kærar þakkir!

Úrslit mótsins voru sem hér segir:
 
Byrjendaflokkur:
1 Hrafnhildur Pálsdóttir og Árvakur frá Bjóluhjáleigu 6,67
2 Hanna Sigríður Sigurðardóttir og Depill frá Svínafelli II  6,67
3 Ásgerður Svava Gissurardóttir  og Villimey frá Fornusöndum 6,50
4 Lea Helga Ólafsdóttir og Nóta frá Útnyrðingsstöðum 6,50
5 Sjöfn Sóley Kolbeins og Glaður frá Kjarnholtum I 6,33 (vann B-úrsl.)
6 Jana Wattenberg og Mist frá V-Leirárgörðum 6,00
7 Teresa Kasper   og Svartur frá Síðu 6,00
8 Sóley Ásta Karlsdóttir og Pjakkur frá Kálfhóli 5,92
9 Bergþóra Magnúsdóttir og Sylvía Nótt frá Kirkjuferju 5,83
10 Birna Karlsdóttir og Draupnir frá Búðardal 5,75

Minna keppnisvanar:
1 Jóna Dís Bragadóttir og Haddi frá Akureyri 7,06
2 Gréta Boða og Grýta frá Garðabæ 6,78
3 Drífa Daníelsdóttir og Háfeti frá Þingnesi 6,39
4 Linda Björk Gunnlaugsdóttir og Hengill frá Votmúla I 6,17
5 Hlíf Sturludóttir og Pendúll frá Sperðli 6,11
6 Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Trilla frá Þorkelshóli II 6,11 (vann B-úrsl.)
7 Erla Magnúsdóttir og Rák frá Lynghóli 6,11
8 Tess Nygren og Mökkur frá Hólmahjáleigu 6,11
9 Katrín Sif Ragnarsdóttir og Hrókur frá Enni 5,94
10 Bertha Kristiansen og Merkúr frá Svalbarði 5,67

Meira keppnisvanar:
1 Rakel Sigurhansdóttir og Stígur frá Halldórsstöðum 7,67
2 Hulda Finnsdóttir og Jódís frá Ferjubakka III 7,11
3 Sigríður Arndís Þórðardóttir og Hörður frá Eskiholti II 7,11 (vann B-úrsl.)
4 Þóra Þrastardóttir og Brimill frá Þúfu 6,89
5 Karen Sigfúsdóttir og Svört frá Skipaskaga 6,78
6 Emelie Cecilia Josefsson og Baldvin frá Stangarholti 6,72
7 Oddrún Ýr Sigurðardóttir og Sýnir frá Efri-Hömrum  6,61 (vann B-úrsl.)
8 Ragnheiður Kristjánsdóttir og Óðfluga frá Dufþaksholti 6,39
9 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Blossi frá Syðsta-Ósi 6,39
10 Sigrún Ásta Haraldsdóttir og Frakki frá Enni 6,22

Opinn flokkur:
1 Lena Zielinski og Gola frá Þjórsárbakka 8,67
2 Erla Guðný Gylfadóttir og Erpir frá Mið-Fossum 8,06
3 Edda Rún Ragnarsdóttir og Ábóti frá Vatnsleysu 7,72
4 Artemisia Bertus og Flugar frá Litla-Garði 7,44 (vann B-úrsl.)
5 Birgitta Dröfn Kristinsdóttir og Vera frá Laugarbökkum  7,39
6 Hulda G. Geirsdóttir og Þristur frá Feti 7,17
7 Ragnheiður Þorvaldsdóttir og Hrafnagaldur frá Hvítárholti 7,17
8 Hrönn Ásmundsdóttir og Djásn frá Hlemmiskeiði III 7,11
9 Rósa Valdimarsdóttir og Íkon frá Hákoti 6,78
10 Sara Sigurbjörnsdóttir og Jarl frá Mið-Fossum 6,72

Öll úrslit úr forkeppni verða birt á www.gustarar.is
Ljósmyndirnar tók Kolbrún Grétarsdóttir.