Stofnverndarsjóður er ennþá til

10. október 2008
Fréttir
Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur, segir að stofnverndarsjóður sé ennþá til. Hlutverk hans sé, eins og nafnið gefur til kynna, að grípa inn í ef verðmæti í stofninum séu talin í hættu. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur, segir að stofnverndarsjóður sé ennþá til. Hlutverk hans sé, eins og nafnið gefur til kynna, að grípa inn í ef verðmæti í stofninum séu talin í hættu. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur, segir að stofnverndarsjóður sé ennþá til. Hlutverk hans sé, eins og nafnið gefur til kynna, að grípa inn í ef verðmæti í stofninum séu talin í hættu.

Guðlaugur telur ekki að móvindótti liturinn sé í hættu, þótt hann sé ekki mjög útbreiddur. Vindóttum hrossum hafi heldur fjölgað síðastliðin ár. Hann bendir á að berist umsókn til sjóðsins frá einstaklingum eða félagi sem vilji kaupa stóðhest á þeim forsendum að halda honum í landinu, verði hún tekin til skoðunar. Sjóðurinn geti veitt styrk, eða lán, til kaupanna. Síðast þegar slíkur styrkur var veittur var það til kaupa á stóðhestinum Jó frá Kjartansstöðum, sem nokkrum árum síðar var seldur úr landi.