Stóðhestavelta landsliðsins - sjö ungir og efnilegir

Blikar frá Fossi
Blikar frá Fossi

Vörður, Frár, Nökkvi, Rökkvi, Sölvi, Korgur og Blikar eru með í stóðhestaveltu til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. 

Miðasala hefst á tix.is 1. maí og dregið verður úr seldum miðum í beinni útsendingu á facebooksíðu LH. Miðaverð er kr. 40.000, girðingagjald er ekki innifalið.

Rökkvi frá Rauðalæk 8,32. Rökkvi er ungur og upprennandi stóðhestur, hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið, bak og lend, samræmi og hófa.

Blikar frá Fossi 8,46. Blikar er upprennandi keppnis- og kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir stökk, háls/herðar/bóga og prúðleika.

Korgur frá Garði 8,51. Korgur er upprennandi keppnis- og kynbótahestur og hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið.

Nökkvi frá Hrísakoti 8,48. Nökkvi er upprennandi kynbótahestur og hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir skeið og hófa.

Sölvi frá Auðsholtshjáleigu 8,35. Sölvi er ungur og upprennandi keppnis- og kynbótahestur, hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, höfuð og prúðleika.

Frár frá Sandhól 8,41. Frár er upprennandi keppnis- og kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt stökk og 9,0 fyrir tölt, brokk og hófa.

Vörður frá Vindási 8,51. Vörður er upprennandi keppnis- og kynbótahestur og hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,5 fyrir skeið og fet og 9,0 fyrir vilja og geðslag.