Stóðhestavelta landsliðsins - sjö gæðingar í viðbót

27. apríl 2020
Fréttir
Þinur frá Enni

Rammi, Eldjárn, Drumbur, Þinur, Lýsir, Sproti og Vargur eru með í stóðhestaveltu til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. 

Miðasala hefst á tix.is 1. maí og dregið verður úr seldum miðum í beinni útsendingu á facebooksíðu LH. Miðaverð er kr. 40.000, girðingagjald er ekki innifalið.

Rammi frá Búlandi 8,18. Rammi átti farsælan keppnisferil í a-flokki og fimmgangi. Hann á fjöldann allan af hátt dæmdum afkvæmum. Hann hlaut í kynbótadómi 9,0 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið.

Eldjárn frá Tjaldhólum 8,55. Eldjárn hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2012. Hann átti farsælan keppnisferil og undan honum er mörg hátt dæmd afkvæmi. Myndband af Eldjárni af WorldFeng hér.

Vargur frá Leirubakka 8,39. Vargur er upprennandi keppnishestur í tölti. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk og samræmi.

Drumbur frá Víðivöllum fremri 8,21. Drumbur er hátt dæmdur klárhestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið og samræmi.

Þinur frá Enni 8,34. Þinur er ungur og upprennandi keppnis- og kynbótahestur, hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir stökk, 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið, fótagerð, hófa og prúðleika.

Sproti frá Vesturkoti 8,21. Sproti er ungur hestur sem á framtíðina fyrir sér. Hann hlaut fyrstu verðlaun í kynbótadómi fimm vetra gamall. Sproti er undan sömu hryssu og Spuni frá Vesturkoti og feður þeirra eru albræður

Lýsir frá Breiðstöðum 8,22. Lýsir er ungur og upprennandi keppnis- og kynbótahestur, hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið.