Stóðhestavelta landsliðsins - næstu sjö gæðingar

Adrían frá Garðshorni
Adrían frá Garðshorni

Sirkus, Sjóður, Adrían, Bragi, Goði, Kvistur og Lexus eru með í stóðhestaveltu til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. 

Miðasala hefst á tix.is 1. maí og dregið verður úr seldum miðum í beinni útsendingu á facebooksíðu LH. Miðaverð er kr. 40.000, girðingagjald er ekki innifalið.

Sirkus frá Garðshorni 8,61. Sirkus er ungur og upprennandi keppnis- og kynbótahestur. Hann var hæst dæmdi 4ra vetra stóðhesturinn árið 2016. Hann hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9,0 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið og hefur hæst hlotið 8,85 fyrir hæfileika. Myndband af Sirkusi af Worldfeng.

Adrían frá Garðshorni á Þelamörk 8,63.  Adrían er ungur og upprennandi kynbótahestur sem stóð efstur fimm vetra stóðhesta á LM 2018. Hann var sýndur án skeiðs í dómi 2019 þar sem hann hlaut 4 x 9,5 (fyrir tölt, vilji/geðslag, fegurð í reið og hófar) og 3 x 9 (fyrir frampart, bak/lend og samræmi). Adrían er sterkættaður, báðir foreldrar hafa hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, og lundin einstaklega góð. Finna má meiri upplýsingar um Adrían á facebooksíðu hans. Myndband af Adrían af WorldFeng. Myndband af Adrían á stóðhestaveislunni 2019.

Sjóður frá Kirkjubæ 8,70. Sjóður hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Hann hefur átt farsælan keppnisferil í fimmgangi og A-flokki. Hann á fjölda hátt dæmdra afkvæma, hæstur þeirra er Kveikur frá Stangarlæk. Myndband af Sjóði af WorldFeng.

Bragi frá Skriðu 8,44. Bragi er upprennandi keppnis- og kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,5 fyrir skeið og 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag, bak og lend og samræmi. Myndband af Braga af Worldfeng.

Goði frá Bjarnarhöfn 8,57. Goði hefur hlotið í kynbótadómi 10,0 fyrir skeið, 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9,0 fyrir tölt. Myndband af Goða af WorldFeng.

Kvistur frá Skagaströnd 8,58. Kvistur hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2014. Hæst dæmda afkvæmi hans er Kolskeggur frá Kjarnholtum. Myndband af Kvisti af WorldFeng.

Lexus frá Vatnsleysu 8,15. Lexus hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið og bak og lend. Myndband af Lexusi af WorldFeng.