Stóðhestavelta landsliðsins - næstu 10 hestar

26. apríl 2021
Fréttir

Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við Allra sterkustu sem haldið verður í Samskipahöllinni í Spretti laugardagskvöldið 1. maí nk.

Um 100 folatollar verða í pottinum sem stóðhestaeigndur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala hefst kl. 12.00 föstudaginn 30. apríl í vefverslun LH. Miðaverð er 45.000 kr., girðingagjald er ekki innifalið.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Blikar frá Fossi
Blikar er upprennandi keppnis- og kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir skeið, samstarfsvilja, háls/herðar/bóga og prúðleika. Myndband af Blikari hér

Hákon frá Ragnheiðarstöðum
Hákon hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Hann hefur gefið mörg hátt dæmd afkvæmi, þar á meðal eru Hansa frá Ljósafossi og Ljósvaki frá Valstrýtu.

Hylur frá Flagbjarnarholti
Hylur hlaut hæsta byggingadóm sem gefinn hefur verið í heiminum, 9,09, þar af 9,5 fyrir samræmi, fótagerð og prúðleika. Hann hefur einnig hlotið frábæran hæfileikadóm, þar af 9 fyrir tölt, stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Myndband af Hyl hér

Kopar frá Fákshólum
Kopar hefur hlotið 6x9 í hæfileikadómi, fyrir tölt, stökk, hægt stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Kopari hér

Rjóður frá Hofi
Rjóður er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann hefur hlotið 8,59 í byggingadóm og 8,65 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir brokk, samstarfsvilja og fet. Myndband af Rjóði hér

Rómur frá Þjóðólfshaga
Rómur er ungur og upprennandi kynbóta- og keppnishestur. Hann hefur hlotið frábæran byggingadóm, 8,69, þar af 9,5 fyrir bak og lend og prúðleika. Í hæfileikadóm hefur hann hlotið 8,25, þar af 8,5 fyrir tölt, stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og fet. Myndband af Rómi hér

Skyggnir frá Skipaskaga er ungur og upprennandi kynbótahestur. Hann hlaut 4ra vetra m.a. 9 fyrir samstarfsvilja, háls/herðar/bóga, samræmi og fótagerð og 8,5 fyrir tölt, skeið, stökk og fegurð í reið. Myndband af Skyggni hér

Sölvi frá Stuðlum
Sölvi er með jafnan og góðan kynbótadóm, í hæfileikadómi hefur hann hlotið 8,56, þar af 9 fyrir skeið og samstarfsvilja og 8,43 fyrir byggingu, þar af 9 fyrir fótagerð. Myndband af Sölva hér

Þór frá Stóra-Hofi
Þór hefur hlotið 8,85 í hæfileikadómi, þar af 9,5 fyrir tölt, 9,0 fyrir brokk, stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Þór hér

Vigri frá Bæ
Vigri er ungur og efnilegur kynbótahestur af frábærum ættum. Hann hefur hlotið í hæfileikadóm 8,20 og í byggingadóm 8,51, þar af 9,0 fyrir samræmi og hófa. Myndband af Vigra hér