Stóðhestavelta landsliðsins - næstu 10 hestar

25. apríl 2021
Fréttir
Ljósvaki frá Valstrýtu

Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við Allra sterkustu sem haldið verður í Samskipahöllinni í Spretti laugardagskvöldið 1. maí nk. Um 100 folatollar verða í pottinum sem stóðhestaeindur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala hefst kl. 12.00 föstudaginn 30. apríl í vefverslun LH.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Jarl frá Árbæjarhjáleigu 8,78
Jarl frá Árbæjarhjáleigu hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Hann var í verðlaunasæti í kynbótasýningu á þremur landsmótum í flokki 4ra vetra, 5 vetra og 7 vetra og eldri. Hann hefur átt farsælan keppnisferil í A-flokki, tölti, fimmgangi og gæðingaskeiði. Myndband af Jarli hér

Hnokki frá Eylandi 8,52
Hnokki frá Eylandi er hátt dæmdur klárhestur og hefur í kynbótadómi hlotið 8,61 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt, brokk, stökk og samstarfsvilja, 9,0 fyrir fegurð í reið, hægt tölt og hægt stökk.  Í fjórgangi hefur hann hæst hlotið 7,47. Myndband af Hnokka hér

Kastor frá Garðhorni á Þelamörk 8,45
Kastor frá Garðshorni á Þelamörk er hátt dæmdur hestur sem á framtíðina fyrir sér. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9 fyrir tölt, vilja/geðslag og bak og lend og 9,5 fyrir skeið. Myndband af Kastor hér

Jökull frá Rauðalæk 8,49
Jökull frá Rauðalæk er upprennandi kynbóta- og keppnishestur. Hann hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir brokk, fegurð í reið, hægt stökk og hófa og 9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag, hægt stökk og bak og lend. Myndband af Jökli hér

Sjóður frá Kirkjubæ 8,70
Sjóður frá Kirkjubæ hlaut. 1. verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Hann hefur átt farsælan keppnisferil í fimmgangi og A-flokki. Hann á fjölda hátt dæmdra afkvæma, hæstur þeirra er Kveikur frá Stangarlæk. Myndband af Sjóði hér

Glúmur frá Dallandi 8,81
Glúmur frá Dallandi var efstur í flokki 7 vetra stóðhesta á landsmóti 2018. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir tölt, skeið, stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt tölt, bak og lend, samræmi, fótagerð og hófa. Myndband af Glúmi hér

Hlekkur frá Saurbæ 8,48
Hlekkur frá Saurbæ hefur átt farsælan keppnisferil í A-flokki, fimmgangi, gæðingaskeiði og tölti. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Hlekki hér

Adrían frá Garðshorni á Þelamörk 8,63
Adrían er ungur og upprennandi kynbótahestur sem stóð efstur fimm vetra stóðhesta á LM 2018. Hann var sýndur án skeiðs í dómi 2019 þar sem hann hlaut 4 x 9,5 (fyrir tölt, vilji/geðslag, fegurð í reið og hófar) og 3 x 9 (fyrir frampart, bak/lend og samræmi). Adrían er sterkættaður, báðir foreldrar hafa hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, og lundin einstaklega góð. Finna má meiri upplýsingar um Adrían á facebooksíðu hans. Myndband af Adrían af WorldFeng. Myndband af Adrían á stóðhestaveislunni 2019.

Sirkus frá Garðshorni 8,61
Sirkus er ungur og upprennandi keppnis- og kynbótahestur. Hann var hæst dæmdi 4ra vetra stóðhesturinn árið 2016. Hann hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9,0 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið og hefur hæst hlotið 8,85 fyrir hæfileika.  Myndband af Sirkusi af Worldfeng

Ljósvaki frá Valstrýtu 8,54
Ljósvaki hefur hlotið 10,0 fyrir tölt og stökk, 9,5 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið og 9,0 fyrir fet, hægt tölt og hægt stökk í kynbótadómi. Hann hefur einnig hlotið 9,0 í B-flokki gæðinga. Myndband af Ljósvaka á ræktunardegi Eiðfaxa 2020.