Stóðhestavelta landsliðsins - fyrstu 10 hestarnir

11.04.2022
Eldur frá Torfunesi

Allra sterkustu verður haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal á síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 20. apríl nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og verða um 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst þriðjudaginn 19. apríl í netverslun á vef LH og er miðaverð 50.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Við kynnum fyrstu 10 stóðhestana til leiks:

Eldur frá Torfunesi 8,60 
Eldur hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Hann var annar í flokki 4ra vetra hesta á landsmóti 2011 og þriðji í flokki 5 vetra hesta á landsmóti 2012. Hann hefur einnig átt farsælan keppnisferil. Myndband af Eldi í Worldfeng.

Sölvi frá Stuðlum 8,52
Sölvi er með jafnan og góðan kynbótadóm, í hæfileikadómi hefur hann hlotið 8,56, þar af 9 fyrir skeið og samstarfsvilja og 8,43 fyrir byggingu, þar af 9 fyrir fótagerð. Myndband af Sölva

Atli frá Efri-Fitjum 8,54
Atli frá Efri-Fitjum er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann er með jafnan og góðan kynbótadóm, 8,48 fyrir byggingu og 8,58 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt og samstarfsvilja. Myndband af Atla

Skýr frá Skálakoti 8,70
Skýr frá Skálakoti hlaut Sleipnisbikarinn á landssýningu kynbótahrossa 2020 þar sem hann stóð efstur hesta sem hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Skýr hefur átt farsælan keppnisferil fimmgangi og A-flokki. Hann hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Myndband af Skýr

Pensill frá Hvolsvelli 8,51
Pensill frá Hvolsvelli hefur hlotið 8,90 fyrir byggingu og 8,29 fyrir hæfileika, 9,5 fyrir bak og lend, samræmi og prúðleika, 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, tölt, brokk og fegurð í reið. Myndband af Pensli

Barði frá Laugarbökkum 8,51
Barði frá Laugarbökkum hefur átt farsælan keppnisferil. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir tölt, stökk, fegurð í reið, hægt tölt og bak og lend. Myndband af Barða

Már frá Votumýri 8,48
Már frá Votumýri er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann hefur hlotið 8,71 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir bak og lend og 9,0 fyrir samræmi og 8,36 fyrir hæfileika þar af 9 fyrir tölt, hægt tölt og fegurð í reið. Myndband af Má

Heiður frá Eystra-Fróðholti 8,36
Heiður frá Eystra-Fróðholtier ungur og upprennandi kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt tölt, samræmi, fótagerð og hófa. Myndband af Heiðri

Atlas frá Hjallanesi 8,76
Atlas frá Hjallanesi er hæst dæmda afkvæmi Spuna frá Vesturkoti og hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt og 9,5 fyrir stökk. Myndband af Atlasi

Sigur frá Stóra Vatnsskarði 8,29
Sigur frá Stóra-Vatnsskarði er ungur og upprennandi stóðhestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Sigri