Stóðhestavelta landsliðsins - fyrstu fimm hestarnir

22. apríl 2020
Fréttir

Við kynnum til leiks fyrstu fimm hestana sem eru í pottinum í stóðhestaveltu til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. 
Miðasala hefst á tix.is 1. maí og dregið verður úr seldum miðum í beinni útsendingu á facebooksíðu LH. Miðaverð er kr. 40.000, girðingagjald er ekki innifalið.

Eldur frá Torfunesi 8,60. Eldur hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Hann var annar í flokki 4ra vetra hesta á landsmóti 2011 og þriðji í flokki 5 vetra hesta á landsmóti 2012. Hann hefur einnig átt farsælan keppnisferil í gæðingakeppni. Videó af Eldi í Worldfeng.

Forkur frá Breiðabólsstað 8,67. Forkur var efstur í flokki 5 vetra stóðhesta á Landmóti 2016 og fimmti í flokki 7 vetra stóðhesta á Landsmóti 2018. Hann á framtíðina fyrir sér sem kynbóta- og keppnishestur. Videó af Forki í Worldfeng.

Þröstur frá Ármóti 8,49. Þröstur hlaut 8,49 fyrir hæfileika og 8,48 fyrir byggingu fimm vetra gamall. Þröstur eru undan heiðursverðlaunahestinum Arði frá Brautarholti og Sæsdótturinni Sæmd frá Kálfhóli. Videó af Þresti í Worldfeng.

Bósi frá Húsavík 8,54. Bósi er hæst dæmdi vindótti stóðhestur heims. Hann hefur átt farsælan keppniferil í flokki ungmenna í fimmgangi, gæðingaskeiði og slaktaumatölti. Videó af Bósa í Worldfeng.

Organisti frá Horni 8,72. Organisti var efstur í flokki 6 vetra stóðhesta á Landsmótinu á Hólum 2016. Hann hlaut 8,74 í einkunn í A-flokki á gæðingamóti Fáks árið 2018. Organisti á 136 skráð afkvæmi, eitt afkvæmi hefur hlotið fullnaðardóm og er með 8,11 í aðaleinkunn.  Videó af Organista í Worldfeng.